Hellur_2.jpg

HELLULAGNIR

Hellur eru góð lausn fyrir bílaplön, verandir, tröppur eða sem stígar. Hellur bjóða upp á endalausa möguleika í mynstri, litum og áferð. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða ferðinni, enda geta hellur verið mikil prýði ásamt því að vera nytsamlegar á mörgum stöðum. Þess vegna er mikilvægt að rétt sé staðið að lögninni.

Við hjá Garðaþjónustu Íslands höfum áratuga reynslu af ýmiskonar hellulögnum og hleðslum. Hjá okkur vinna þaulvanir hellulagningamenn sem vita hversu mikilvægur undirbúningurinn er til að ná fram fallegum og endingargóðum hellulögðum svæðum.

Við leggjum bæði forsteyptar einingar sem og náttúrugrjót. Mikilvægt er að velja réttu steintegundirnar miðað við fyrirhugaða notkun á þeim stöðum sem verið er að helluleggja. Við leggjum mikla áherslu á að nota hráefni í hæsta gæðaflokki, erum í góðu samstarfi við framleiðendur og fylgjumst vandlega með þeim nýjungum sem þeir bjóða upp á. Við ráðleggjum fólki um val á hellum og útfærslu þeirra sé þess óskað. Einnig skoðum við möguleika á hvort hægt sé að lagfæra eldri hellulögn sé þess óskað.

Undirbúningur jarðvegs er mjög mikilvægur og allt sem við kemur að útfæra halla og frárennsli vatns.

Garðaþjónusta Íslands hefur til umráða fyrsta flokks tæki til hellulagna og steinsögunar. Við vinnum verkið af mikilli fagmennsku og skilum umhverfinu af okkur að verki loknu svo sómi beri af. Að sjálfsögðu tökum við að okkur alla þá vinnu sem er í kringum hellulögn eins og uppsetningu snjóbræðslukerfa, lýsingu og annara tengdra verka.