Við höfum verið til þjónustu
reiðubúin í yfir 10 ár 

 
Forsida_1.jpg
 
 

Um okkur

Við hjá Garðaþjónustu Íslands tökum að okkur flest öll þau verk sem tengjast lóðabreytingum, garðaviðhaldi og garðyrkju.  

Þjónusta okkar hentar öllum, hvort sem er fyrir eintaklinga, húsfélög eða litlum og stórum fyrirtækjum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með verk í öðrum landshlutum þar sem við erum tilbúnir að skoða allt til að þjónusta þig.

Þjónusta okkar er mjög árstíðaskipt og fer eftir tíðarfari. Á veturna sinnum við snjómokstri og hálkueyðingu fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga. Yfir hátíðarnar bjóðum við uppá jólaskreytingar fyrir þá sem það vilja. Jarðvinnu og lóðabreytingum sinnum við allt árið um kring ef veður leyfir. Stóran hluta af árinu sinnum við svo einnig viðhaldi á lóðum s.s. klippingum, þrifum, slætti o.fl.

Við erum vel tækjum búnir í öll verk, en við höfum lagt allt kapp á að vera alveg sjálfbærir í okkar verkum.

 

Sagan

Bræðurnir Hjörleifur Björnsson og Róbert Bjargarson stofnuðu Garðaþjónustu Íslands ehf í febrúar 2008. Á þessum tíma hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og í dag eru um 20 starfsmenn starfandi innan þess. Á þessum tíma hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að geta sinnt öllum þörfum viðskiptavina sinna þegar kemur að garðrækt, lóðabreytingum og viðhaldi garða. Fyrirtækið hefur lagt í umtalsverðar fjárfestingar á síðastliðnum árum í tæki og nútíma verkfæri til þess að geta þjónustað hvern og einn viðskiptavin fljótt og vel. Árið 2019 ákvað Hjörleifur að hverfa til annarra starfa og er því fyrirtækið nú í eigu Róberts.

Fyrirtækið er deildaskipt þar sem að skrúðgarðyrkja er mjög vítt fag. Garðyrkjudeild sér um viðhald allt árið um kring fyrir viðskiptavini s.s. garðyrkju, snjómokstur og hálkueyðingu. Smíðadeild annast smíðar í görðum og á lóðum í stórum sem smáum smíðaverkefnum. Sérdeild er einnig í jarðvinnu, hellulögnum og hleðslum og er vel tækjum búin þegar kemur að jarðvinnu og efnisflutningum.

Skrifstofa fyrirtækisins er svo staðsett í höfuðstöðvum þess að Bæjarhrauni 20. Þar starfa 2 starfsmenn allt árið um kring til að sinna bókhaldi, umsýslu og fyrirspurnum. Saman mynda þessar deildir eina heild sem annast allar óskir viðskiptavina, þegar kemur að því að fegra umhverfið. Mottó fyrirtækisins er persónuleg þjónusta!